Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 11:21 Rannsakendur að störfum þar sem sprengjan sprakk. AP Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira