Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 07:51 Lyfjastofnun Danmerkur hefur ákveðið að koma þessum nýju rannsóknum til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu. Getty Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion. Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins. Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins.
Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04
Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03