Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2024 20:04 Júlía Sól og Djásn, sem er uppáhalds kindin hennar í fjárhúsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa á Stokkseyri elskar ekkert meira en íslensku sauðkindina enda er hún með um 100 fjár með pabba sínum í þorpinu. Ærin Djásn er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira