Lijnders fékk sénsinn hjá Salzburg eftir að hafa sagt upp samhliða Klopp hjá Liverpool í sumar. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Hollendingsins en honum gekk ekki vel sem stjóri NEC Nijmegen í Hollandi árið 2018.
Hann var aðstoðarþjálfari Klopp frá 2015 til 2018. Í janúar 2018 tók hann við NEC en mistókst að stýra liðinu upp í efstu deild og rekinn í maí sama ár. Hann var endurráðinn í teymi Klopps sumarið 2018 og var aðstoðarþjálfari hans við góðar orðstír þar til í sumar.
OFFICIAL: FC Red Bull Salzburg and Pepijn Lijnders are parting ways, the 41-year-old Dutchman was released from his duties today. Thank you for your commitment and all the best for the future, Pep!
— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) December 16, 2024
Þónokkur lið eru sögð hafa falast eftir kröftum þessa 41 árs Hollendings en öðru sinni gekk illa sem aðalþjálfari. Salzburg hafði unnið deildina austurrísku 10 ár í röð þar til Sturm Graz varð meistari síðasta vor.
Gengið hefur verið brösuglegt á miðað við það sem menn hjá Salzburg eru vanir. Liðið situr í fimmta sæti með 26 stig, tíu stigum frá toppnum. Þá hefur Salzburg tapað fimm af sex leikjum í Meistaradeild Evrópu.
Lijnders var því sagt upp störfum í dag. Klopp slapp við að segja fyrrum starfsfélaga sínum upp en hann tekur til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull-samsteypunni um áramótin. Red Bull rekur knattspyrnulið í Leipzig, New York og Brasilíu auk Salzburgar.