Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 17:47 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir sigurinn frækna á Þýskalandi, 3-0, í sumar. vísir/anton Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi á Evrópumótinu í fótbolta kvenna 2025. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur
Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01