Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 11:30 Þetta er komið gott, segir Roy Keane um samstarf Manchester United og Marcus Rashford. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og knattspyrnuspekingur, segir tíma til kominn fyrir Marcus Rashford, leikmann United, að róa á önnur mið. Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið „Fokking aumingjar“ Körfubolti Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Sport Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Handbolti Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Handbolti Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Íslenski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Körfubolti Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Fótbolti Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Fótbolti Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Handbolti Fleiri fréttir Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið „Fokking aumingjar“ Körfubolti Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Sport Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Handbolti Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Handbolti Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Íslenski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Körfubolti Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Fótbolti Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Fótbolti Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Handbolti Fleiri fréttir Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31