Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. desember 2024 00:01 Tugir unglinga voru á staðnum sem virtist vera vörugeymsla sem búið var að breyta í „skemmtistað“. Tveir sextán ára unglingar, strákur og stelpa, voru skotnir til bana og þrír særðir í partýi í Houston í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er þrettán ára stúlka sem er í lífshættu. Hins grunaða er enn leitað. Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira