Óvænt hetja og Glódís við toppinn um jólin Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 14:57 Glódís Perla Viggósdóttir var með fyrirliðabandið að venju í dag í sigri Bayern München. Getty/Mark Wieland Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Potsdam í síðasta deildarleik sínum fyrir eins og hálfs mánaðar hlé í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Vinstri bakvörðurinn Carolin Simon skoraði bæði mörk Bayern í dag. Fyrra markið skoraði hún beint úr fastri aukaspyrnu, eftir tæplega hálftíma leik. Eftir að Bayern komst yfir var í raun aldrei spurning hvernig færi, þó að mörkin yrðu ekki mikið fleiri. Liðið stýrði leiknum vel og Simon skoraði svo seinna mark sitt á 51. mínútu, með föstu skoti úr teignum eftir góðan samleik Bayern-liðsins sem Glódís tók sinn þátt í, komin ansi nærri vítateig gestanna. Þetta voru fyrstu mörk Simon í deildinni á þessari leiktíð og hún hefur mest skorað þrjú mörk á einni leiktíð, þó að afgreiðslurnar bentu ekki til annars en að þessi 32 ára Þjóðverji væri vanur markaskorari. Þrjú lið jöfn á toppnum og stutt í Sveindísi Sigurinn kom Bayern upp að hlið Frankfurt og Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, en liðin eru með 29 stig hvert. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg eru svo aðeins stigi neðar í 4. sæti, svo baráttan um meistaratitilinn er æsispennandi. Potsdam má hins vegar muna fífil sinn fegurri og er í neðsta sæti með aðeins eitt stig. Þetta var síðasti deildarleikur Bayern fyrir jóla- og vetrarfrí í deildinni, og næsti leikur er því ekki fyrr en gegn Leipzig 31. janúar. Bayern á þó eftir leik við Arsenal í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, á miðvikudag, áður en Glódís fer í jólafrí. Þýski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Vinstri bakvörðurinn Carolin Simon skoraði bæði mörk Bayern í dag. Fyrra markið skoraði hún beint úr fastri aukaspyrnu, eftir tæplega hálftíma leik. Eftir að Bayern komst yfir var í raun aldrei spurning hvernig færi, þó að mörkin yrðu ekki mikið fleiri. Liðið stýrði leiknum vel og Simon skoraði svo seinna mark sitt á 51. mínútu, með föstu skoti úr teignum eftir góðan samleik Bayern-liðsins sem Glódís tók sinn þátt í, komin ansi nærri vítateig gestanna. Þetta voru fyrstu mörk Simon í deildinni á þessari leiktíð og hún hefur mest skorað þrjú mörk á einni leiktíð, þó að afgreiðslurnar bentu ekki til annars en að þessi 32 ára Þjóðverji væri vanur markaskorari. Þrjú lið jöfn á toppnum og stutt í Sveindísi Sigurinn kom Bayern upp að hlið Frankfurt og Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, en liðin eru með 29 stig hvert. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg eru svo aðeins stigi neðar í 4. sæti, svo baráttan um meistaratitilinn er æsispennandi. Potsdam má hins vegar muna fífil sinn fegurri og er í neðsta sæti með aðeins eitt stig. Þetta var síðasti deildarleikur Bayern fyrir jóla- og vetrarfrí í deildinni, og næsti leikur er því ekki fyrr en gegn Leipzig 31. janúar. Bayern á þó eftir leik við Arsenal í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, á miðvikudag, áður en Glódís fer í jólafrí.
Þýski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira