Rosa lést núna í morgun og því fór Palladino ekki með Fiorentina í útileikinn gegn Bologna sem hófst klukkan tvö í dag.
Fiorentina greindi frá andláti Rosu í dag og í kjölfarið greindu fjölmiðlamenn á borð við Gianluca Di Marzio frá því að Palladino yrði ekki í Bologna.
Hætta þurfti síðasta leik Fiorentina í ítölsku deildinni, eftir að Edoardo Bove hné niður, en hann er á góðum batavegi. Hann er kominn af sjúkrahúsi og hefur fengið græddan í sig bjargráð en það gæti þýtt að hann spili aldrei aftur á Ítalíu.
Albert Guðmundsson er farinn að spila með Fiorentina að nýju eftir meiðsli og skoraði í 7-0 sigrinum gegn LASK í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.
Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig eftir 14 leiki, og á tvo leiki til góða á topplið Atalanta sem er með 37 stig og á Napoli sem er með 35 stig.