Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 09:33 Lee Jae-myung er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum. Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum.
Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03
Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32