Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 08:31 Blinken á fundi utanríkisráðherranna í Jórdaníu í gær. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd. Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd.
Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48