Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 22:45 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, fær 20 milljónir ekki greiddar frá Elísabetu Erlu Dungal, fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Sigurður Gísli hélt því fram að um peningalán til hennar hafi verið að ræða, sem henni hafi borið að endurgreiða, en var ekki talinn hafa fært nægilegar sönnur fyrir því. Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira