„Við erum frábærir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 13. desember 2024 21:30 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í síðasta deildarleik liðsins fyrir jólafrí. Vísir/Diego Fram sigraði sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí þegar liðið mætti Gróttu í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í kvöld og fóru leikar 38-33. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin tvö en viðurkennir að lærisveinar hans hleyptu Seltirningum aðeins of nálægt sér undir lok leiks. „Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
„Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira