NBA deildarbikarinn verður í aðalhutverki í kvöld og nótt þar sem verða sýndir undanúrslitaleikir keppninnar. Þá kemur í ljós hvaða tvö lið keppa um fyrsta titil tímabilsins 17. desember næstkomandi.
Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fyrri leiknum en í þeim síðari mætast Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Báðir leikirnir eru spilaðir í T-Mobile höllinni í Las Vegas.
Í dag má finna beinar útsendingar frá efstu tveimur deildunum í þýska karlafótboltanum. Þar á meðal er leikur Íslendingaliðs Düsseldorf á útivelli á móti Schalke 04. Með Düsseldorf spila Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 21.30 hefst útsending frá leik Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks í undanúrslitum NBA deildarbikarsins.
Klukkan 01.30 hefst útsending frá leik Houston Rockets og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum NBA deildarbikarsins.
Vodafone Sport
Klukkan 11.55 hefst útsending frá leik Schalke 04 og Düsseldorf í þýsku B-deildinni.
Klukkan 14.20 hefst útsending frá leik Augsburg og Leverkusen í þýsku deildinni.
Klukkan 17.20 hefst útsending frá leik St. Pauli og Werder Bremen í þýsku deildinni.
Klukkan 19.20 hefst útsending frá leik Darmstadt og Kaiserslautern í þýsku B-deildinni.
Klukkan 00.05 er leikur Ottawa Senators og Pittsburgh Penguins í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.