Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið.
Þá fáum við borgarfulltrúana Líf Magneudóttur og Hildi Björnsdóttur til okkar í myndver að ræða leikskólamálin. Lyfjafyrirtækið Alvotech hyggst koma á fót þremur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á allra næstu árum, til að bregðast við leikskólavanda starfsmanna. Líf og Hildur eru báðar í minnihluta en eru á öndverðum meiði um einkaframtakið.
Við sýnum magnaðar myndir frá fagnaðarlátum í Sýrlandi í dag og kíkjum í heimsókn á Alþingi, þar sem nýliðar fengu starfskynningu.