„Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 17:44 Sigurður Ingi mun að öllum líkindum taka sæti í stjórnarandstöðu. Hann gefur lítið fyrir ummæli formanns Samfylkingarinnar, sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður. vísir/vilhelm „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við fréttastofu. Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira