Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 21:02 Maðurinn hefur ekki áður afplánað dóm hér á landi svo vitað sé. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur. Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur.
Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira