Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 22:02 Linda Dröfn veltir fyrir sér hvort dómurinn væri ekki þyngri ef ótengdur aðili hefði farið inn á heimili og viðhaft sömu verknaðaraðferð. Vísir/Einar Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“ Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“
Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira