Minnka forskot Liverpool í tvö stig Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 20:56 Leikmenn Chelsea fagna marki Nicolas Jackson og Cole Palmer fylgist rólegur með. Vísir/Getty Chelsea er búið að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig eftir 2-1 sigur á Brentford í kvöld. Chelsea hefur verið heitasta lið ensku deildarinnar á síðustu vikum og ekki tapað deildarleik síðan 20. október þegar liðið beið lægri hlut gegn toppliði Liverpool. Leikurinn var markalaus lengi vel en undir lok fyrri hálfleiks náði Spánverjinn Marc Cucurella að brjóta ísinn fyrir Chelsea með góðu skallamarki eftir sendingu Noni Madueke. Þegar Nicolas Jackson tvöfaldaði forystuna á 80. mínútu héldu flestir að sigurinn væri í höfn en Bryan Mbuemo náði að minnka muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma og lokamínúturnar æsispennandi. Gestunum tókst þó ekki að ná inn jöfnunarmarki þrátt fyrir að Cucurella hafi fengið sitt annað gula spjald á lokasekúndunum. Chelsea fagnaði því sínum fimmta deildarsigri í röð og forskot Liverpool á toppnum er nú ekki nema tvö stig en Liverpool á leik til góða. Enski boltinn
Chelsea er búið að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig eftir 2-1 sigur á Brentford í kvöld. Chelsea hefur verið heitasta lið ensku deildarinnar á síðustu vikum og ekki tapað deildarleik síðan 20. október þegar liðið beið lægri hlut gegn toppliði Liverpool. Leikurinn var markalaus lengi vel en undir lok fyrri hálfleiks náði Spánverjinn Marc Cucurella að brjóta ísinn fyrir Chelsea með góðu skallamarki eftir sendingu Noni Madueke. Þegar Nicolas Jackson tvöfaldaði forystuna á 80. mínútu héldu flestir að sigurinn væri í höfn en Bryan Mbuemo náði að minnka muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma og lokamínúturnar æsispennandi. Gestunum tókst þó ekki að ná inn jöfnunarmarki þrátt fyrir að Cucurella hafi fengið sitt annað gula spjald á lokasekúndunum. Chelsea fagnaði því sínum fimmta deildarsigri í röð og forskot Liverpool á toppnum er nú ekki nema tvö stig en Liverpool á leik til góða.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti