Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar 12. desember 2024 14:32 Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun