Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2024 20:04 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar og formaður Svæðisskipulagsnefndarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson starfandi innviðaráðherra takast hér í hendur vegna nýja Svæðisskipulagsins fyrir Suðurhálendið, sem gildir til 2042. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira