Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2024 15:54 Penninn Eymundsson er sú bókaverslun sem býður upp á einna flesta titla en jafnframt er verðlagning þar með hærra móti í samanburði við aðrar verslanir samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Vísir Allt að þrefaldur verðmunur er á bókum milli verslana samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Á þetta við jafnvel þótt umrædd bók sé ekki til sölu í lágvöruverslunum. Dýrastar eru bækurnar að jafnaði hjá Pennanum-Eymundsson og A4. Þetta kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands um niðurstöður úttektar á verði jólabóka, spilum og leikföngum hjá verslunum nú í aðdraganda jóla. Mikill munur reynist á verði bóka, ekki aðeins á milli dagvöruverslana og bókabúða, heldur einnig bókabúða á milli. „Langstærsta bókaúrvalið var hjá Forlaginu, Bóksölu stúdenta og hjá Eymundsson, með um 750-800 bækur til skoðunar í þessari könnun. Næst komu dagvöruverslanirnar Bónus, Nettó og Hagkaup með 170-200 bækur. Rúmlega 60 bækur voru til í A4, helst barnabækur, og um 30 í Nexus. Þessi samanburður endurspeglar ekki í öllum tilfellum vöruúrval verslananna í heild, heldur fjölda bóka sem voru samanburðarhæfar,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en taflan hér að neðan, sem tekin er saman af ASÍ, sýnir muninn á verði bóka eftir verslunum. Skoðaðir voru átta hundruð titlar hjá Eymundsson, en úttektin leiddi í ljós að í 25 tilfellum var bókin ódýrust hjá versluninni. Að jafnaði var verð bóka þó í dýrari kantinum hjá versluninni. „Til dæmis fékkst bókin Maðurinn með strik fyrir varir þar á 1.999kr, en hún kostaði 5.490kr hjá Forlaginu. Aftur á móti seldi Forlagið Ást Múmínálfanna á 999kr, en hún kostaði 2.599kr hjá Eymundsson,“ segir í dæmi ASÍ um verðsamanburð. Þá bauð Bóksala stúdenta bókina Björn Pálsson: Flugmaður og þjóðsagnapersóna á 2.995 krónur, en sama bók kostaði 8.599 krónur hjá Eymundsson. Þá kostar bókin Allt um heilsuna: Hugmyndir og góð ráð fyrir lífið sjálft 2.295 krónur hjá Bóksölu stúdenta en ekki nema 990 kónur í Eymundsson. Bókin seldist hins vegar upp hjá Forlaginu þar sem hún kostaði 890 krónur. Þannig sýna dæmin að raunverulegur verðmunur getur verið frábrugðinn því sem meðalverð gefa til kynna. Nokkra bókatitla mátti einnig finna hjá Costco, sem ýmist voru dýrari eða ódýrari en í öðrum verslunum. Hins vegar er tekið fram að lítið úrval hjá Costco geri það af verkum að meðaltöl veiti takmarkaðar upplýsingar. Skoðuðu tvö hundruð titla hjá dagvöruverslunum Verðlagseftirlitið skoðaði verð bóka hjá þremur dagvöruverslunum, Hagkaup, Nettó og Bónus. „Verðstríð á jólabókum hefur verið í gangi milli Bónus og Nettó og er vart sjónarmunur á bókaverði verslananna tveggja; Í Bónus voru bækur að meðaltali 0,03% dýrari en lægsta verð og í Nettó 0,3%. Í Hagkaup var verð á bókum að meðaltali 12% hærra en lægsta verð,“ segir í tilkynningunni. Einnig var gerð verðlagsúttekt á spilum hjá verslununum og leiddi úttektin í ljós að Bónus bauð lægsta verðið í flestum tilfellum, en þar er úrval aftur á móti takmarkað. „Aðeins fundust 17 spil til samanburðar þar en 52 spil voru skoðuð í Spilavinum, 45 í Hagkaup, 42 í Nexus og ELKO, 30 í Margt og mikið, 29 í A4, 25 í Leikfangalandi og 11 í Eymundsson. Aftur er vert að taka fram að þetta eru ekki öll spilin sem fást í umræddum verslunum – úrvalið getur eðlilega verið mun meira, en hér var sjónum beint að þeim spilum sem finna mátti víðast. Í Leikfangalandi voru spil að jafnaði dýrust, eða 42% dýrari en þar sem þau voru ódýrust. Í A4 voru spil mun hagkvæmari kaup en bækur, eða um 8% dýrari en þar sem sömu spil voru ódýrust.“ Loks var borið saman verð á Legó-leikföngum hjá fimm verslunum, það er Hagkaup, Coolshop.is, Leikfangalandi, Costco og Kubbabúðinni. Í flestum tilfellum var verð lægst í Hagkaup og næstlægst í Kubbabúðinni. Bókaútgáfa Verslun Verðlag Neytendur Jól Matvöruverslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands um niðurstöður úttektar á verði jólabóka, spilum og leikföngum hjá verslunum nú í aðdraganda jóla. Mikill munur reynist á verði bóka, ekki aðeins á milli dagvöruverslana og bókabúða, heldur einnig bókabúða á milli. „Langstærsta bókaúrvalið var hjá Forlaginu, Bóksölu stúdenta og hjá Eymundsson, með um 750-800 bækur til skoðunar í þessari könnun. Næst komu dagvöruverslanirnar Bónus, Nettó og Hagkaup með 170-200 bækur. Rúmlega 60 bækur voru til í A4, helst barnabækur, og um 30 í Nexus. Þessi samanburður endurspeglar ekki í öllum tilfellum vöruúrval verslananna í heild, heldur fjölda bóka sem voru samanburðarhæfar,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en taflan hér að neðan, sem tekin er saman af ASÍ, sýnir muninn á verði bóka eftir verslunum. Skoðaðir voru átta hundruð titlar hjá Eymundsson, en úttektin leiddi í ljós að í 25 tilfellum var bókin ódýrust hjá versluninni. Að jafnaði var verð bóka þó í dýrari kantinum hjá versluninni. „Til dæmis fékkst bókin Maðurinn með strik fyrir varir þar á 1.999kr, en hún kostaði 5.490kr hjá Forlaginu. Aftur á móti seldi Forlagið Ást Múmínálfanna á 999kr, en hún kostaði 2.599kr hjá Eymundsson,“ segir í dæmi ASÍ um verðsamanburð. Þá bauð Bóksala stúdenta bókina Björn Pálsson: Flugmaður og þjóðsagnapersóna á 2.995 krónur, en sama bók kostaði 8.599 krónur hjá Eymundsson. Þá kostar bókin Allt um heilsuna: Hugmyndir og góð ráð fyrir lífið sjálft 2.295 krónur hjá Bóksölu stúdenta en ekki nema 990 kónur í Eymundsson. Bókin seldist hins vegar upp hjá Forlaginu þar sem hún kostaði 890 krónur. Þannig sýna dæmin að raunverulegur verðmunur getur verið frábrugðinn því sem meðalverð gefa til kynna. Nokkra bókatitla mátti einnig finna hjá Costco, sem ýmist voru dýrari eða ódýrari en í öðrum verslunum. Hins vegar er tekið fram að lítið úrval hjá Costco geri það af verkum að meðaltöl veiti takmarkaðar upplýsingar. Skoðuðu tvö hundruð titla hjá dagvöruverslunum Verðlagseftirlitið skoðaði verð bóka hjá þremur dagvöruverslunum, Hagkaup, Nettó og Bónus. „Verðstríð á jólabókum hefur verið í gangi milli Bónus og Nettó og er vart sjónarmunur á bókaverði verslananna tveggja; Í Bónus voru bækur að meðaltali 0,03% dýrari en lægsta verð og í Nettó 0,3%. Í Hagkaup var verð á bókum að meðaltali 12% hærra en lægsta verð,“ segir í tilkynningunni. Einnig var gerð verðlagsúttekt á spilum hjá verslununum og leiddi úttektin í ljós að Bónus bauð lægsta verðið í flestum tilfellum, en þar er úrval aftur á móti takmarkað. „Aðeins fundust 17 spil til samanburðar þar en 52 spil voru skoðuð í Spilavinum, 45 í Hagkaup, 42 í Nexus og ELKO, 30 í Margt og mikið, 29 í A4, 25 í Leikfangalandi og 11 í Eymundsson. Aftur er vert að taka fram að þetta eru ekki öll spilin sem fást í umræddum verslunum – úrvalið getur eðlilega verið mun meira, en hér var sjónum beint að þeim spilum sem finna mátti víðast. Í Leikfangalandi voru spil að jafnaði dýrust, eða 42% dýrari en þar sem þau voru ódýrust. Í A4 voru spil mun hagkvæmari kaup en bækur, eða um 8% dýrari en þar sem sömu spil voru ódýrust.“ Loks var borið saman verð á Legó-leikföngum hjá fimm verslunum, það er Hagkaup, Coolshop.is, Leikfangalandi, Costco og Kubbabúðinni. Í flestum tilfellum var verð lægst í Hagkaup og næstlægst í Kubbabúðinni.
Bókaútgáfa Verslun Verðlag Neytendur Jól Matvöruverslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira