Tilnefningar til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna voru birtar í dag en RÚV greindi fyrst íslenskra miðla frá tilnefningunni. Þar segir að Senua’s Saga: Hellblade II fjalli um keltneska stríðskonu og gerist á Íslandi á landnámsöld. Aldís fer með hlutverk stríðskonunnar Ástríðr í leiknum.
Tölvuleikurinn fær alls tíu tilnefningar til verðlaunanna. Þau voru fyrst veitt árið 2004 og fara fram þann 8. apríl á næsta ári.
Aldís Amah er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í þáttaröðunum Svörtu söndum, Föngum, Kötlu og Broti.