Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 12:01 Gout Gout hljóp tvö hundruð metrana á 20,04 sekúndum. Enginn Ástrali hefur hlaupið þá jafn hratt. getty/Cameron Spencer Hinn sextán ára Gout Gout heldur áfram að vekja athygli fyrir ótrúleg tilþrif á hlaupabrautinni. Nú hefur hann slegið met sem hafði staðið síðan 1968. Á ástralska skólameistaramótinu hljóp Gout tvö hundruð metrana á 20,04 sekúndum. Hann bætti þar með ástralska metið í greininni sem Peter Norman setti á Ólympíuleikunum í Mexíkó fyrir 56 árum. Gout bætti met Normans um 0,02 sekúndur. GOUT OF THIS WORLD 🌏🌏In 20.04-seconds, 16-year-old Gout Gout has sprinted into athletics history as Australia's fastest ever man over 200m, taking down Peter Norman’s Australian record of 20.06 from the 1968 Olympic Games. 20.04 (+1.5). The oldest record in the books is… pic.twitter.com/wVpPSebbAp— Athletics Australia (@AthsAust) December 7, 2024 Ekki nóg með að Gout hafi sett landsmet heldur á hann núna besta tíma nokkurs sextán ára spretthlaupara. Tíminn hans er jafnframt sá næstbesti hjá keppendum átján ára og yngri. FASTEST 16-year-old EVER 👀🇦🇺's Gout Gout storms to 20.04 over 200m in Brisbane 🔥 Oceania record ✅National record ✅Fastest time ever by a 16-year-old ✅2nd on the U18 all-time list ✅Peter Norman's Australian record stood for 56 years 😮💨📸 Casey Sims pic.twitter.com/UjttJieBtC— World Athletics (@WorldAthletics) December 7, 2024 „Þetta er frekar brjálað. Í augnablikinu næ ég ekki alveg utan um þetta en mun eflaust hugsa um þetta þegar ég leggst á koddann,“ sagði Gout við Reuters eftir hlaupið sögulega. „Þetta eru fullorðnir einstaklingar en ég er bara krakki og vann þá. Ég hef reynt að bæta þetta met en ég hélt að það myndi ekki nást í ár. Ég hélt að það myndi kannski koma á næsta ári eða þarnæsta ári.“ Gout hljóp einnig á 10,04 sekúndum í hundrað metra hlaupi þrátt fyrir sterkan vind. Það er fjórði besti tími sem Ástrali hefur náð í greininni. SORRY WHAT?!👂 10.04? 👀Teenage sensation Gout Gout gets the crowd roaring with a spectacular though windy 10.04 (+3.4) performance in his U18 100m Heat - the fourth fastest time in all conditions by an Australian in history. Stay tuned for the final at 3:40pm AEST. Tune in… pic.twitter.com/UbXfzH5mj6— Athletics Australia (@AthsAust) December 6, 2024 Næstu verkefni fyrir Gout er að komast undir tíu sekúndurnar í hundrað metra hlaupi og tuttugu sekúndurnar í tvö hundruð metra hlaupi. „Ég hef alltaf staðið við það sem ég hef sagt. Ef ég hef sagt eitthvað er það í huga mér og ég reyni allt til að ná því,“ sagði Gout. Hann er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en 29. desember. Foreldrar Gouts eru frá Suður-Súdan en fluttu til Ástralíu tveimur árum áður en hann fæddist. Gout hefur verið líkt við sjálfan Usain Bolt, heimsmethafa í hundrað og tvö hundruð metra hlaupi. Frammistaða hans á hlaupabrautinni hefur vakið mikla athygli og meðal annars skilað honum samningi við Adidas. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Ástralski spretthlauparinn Gout Gout heldur áfram að vekja athygli fyrir magnaða frammistöðu á hlaupabrautinni. 5. nóvember 2024 15:00 Ótrúlegt hundrað metra hlaup sextán ára stráks vekur mikla athygli Myndband af mögnuðum spretti hins sextán ára Gout Gout hefur farið sem eldur í sinu um netheima. 24. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Á ástralska skólameistaramótinu hljóp Gout tvö hundruð metrana á 20,04 sekúndum. Hann bætti þar með ástralska metið í greininni sem Peter Norman setti á Ólympíuleikunum í Mexíkó fyrir 56 árum. Gout bætti met Normans um 0,02 sekúndur. GOUT OF THIS WORLD 🌏🌏In 20.04-seconds, 16-year-old Gout Gout has sprinted into athletics history as Australia's fastest ever man over 200m, taking down Peter Norman’s Australian record of 20.06 from the 1968 Olympic Games. 20.04 (+1.5). The oldest record in the books is… pic.twitter.com/wVpPSebbAp— Athletics Australia (@AthsAust) December 7, 2024 Ekki nóg með að Gout hafi sett landsmet heldur á hann núna besta tíma nokkurs sextán ára spretthlaupara. Tíminn hans er jafnframt sá næstbesti hjá keppendum átján ára og yngri. FASTEST 16-year-old EVER 👀🇦🇺's Gout Gout storms to 20.04 over 200m in Brisbane 🔥 Oceania record ✅National record ✅Fastest time ever by a 16-year-old ✅2nd on the U18 all-time list ✅Peter Norman's Australian record stood for 56 years 😮💨📸 Casey Sims pic.twitter.com/UjttJieBtC— World Athletics (@WorldAthletics) December 7, 2024 „Þetta er frekar brjálað. Í augnablikinu næ ég ekki alveg utan um þetta en mun eflaust hugsa um þetta þegar ég leggst á koddann,“ sagði Gout við Reuters eftir hlaupið sögulega. „Þetta eru fullorðnir einstaklingar en ég er bara krakki og vann þá. Ég hef reynt að bæta þetta met en ég hélt að það myndi ekki nást í ár. Ég hélt að það myndi kannski koma á næsta ári eða þarnæsta ári.“ Gout hljóp einnig á 10,04 sekúndum í hundrað metra hlaupi þrátt fyrir sterkan vind. Það er fjórði besti tími sem Ástrali hefur náð í greininni. SORRY WHAT?!👂 10.04? 👀Teenage sensation Gout Gout gets the crowd roaring with a spectacular though windy 10.04 (+3.4) performance in his U18 100m Heat - the fourth fastest time in all conditions by an Australian in history. Stay tuned for the final at 3:40pm AEST. Tune in… pic.twitter.com/UbXfzH5mj6— Athletics Australia (@AthsAust) December 6, 2024 Næstu verkefni fyrir Gout er að komast undir tíu sekúndurnar í hundrað metra hlaupi og tuttugu sekúndurnar í tvö hundruð metra hlaupi. „Ég hef alltaf staðið við það sem ég hef sagt. Ef ég hef sagt eitthvað er það í huga mér og ég reyni allt til að ná því,“ sagði Gout. Hann er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en 29. desember. Foreldrar Gouts eru frá Suður-Súdan en fluttu til Ástralíu tveimur árum áður en hann fæddist. Gout hefur verið líkt við sjálfan Usain Bolt, heimsmethafa í hundrað og tvö hundruð metra hlaupi. Frammistaða hans á hlaupabrautinni hefur vakið mikla athygli og meðal annars skilað honum samningi við Adidas.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Ástralski spretthlauparinn Gout Gout heldur áfram að vekja athygli fyrir magnaða frammistöðu á hlaupabrautinni. 5. nóvember 2024 15:00 Ótrúlegt hundrað metra hlaup sextán ára stráks vekur mikla athygli Myndband af mögnuðum spretti hins sextán ára Gout Gout hefur farið sem eldur í sinu um netheima. 24. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Ástralski spretthlauparinn Gout Gout heldur áfram að vekja athygli fyrir magnaða frammistöðu á hlaupabrautinni. 5. nóvember 2024 15:00
Ótrúlegt hundrað metra hlaup sextán ára stráks vekur mikla athygli Myndband af mögnuðum spretti hins sextán ára Gout Gout hefur farið sem eldur í sinu um netheima. 24. ágúst 2024 13:01