Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 11:35 Sæmundur vaknaði við fréttir af rauðri viðvörun í Liverpool-borg. Fyrsta hugsun var skiljanlega að stórsigur hans manna væru í kortunum. aðsend Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn. „Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
„Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty
Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti