Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 20:49 Henry Alexander Henrysson heimspekingur. vísir/vilhelm „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira