Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 20:49 Henry Alexander Henrysson heimspekingur. vísir/vilhelm „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira