Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 15:36 Börn þekkja rétt sinn betur eftir að hafa fengið fræðslu frá UNICEF. UNICEF Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér. Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér.
Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira