„Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2024 08:01 Bræðurnir Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kampakátir í Hlégarði eftir að tilkynnt var að þeir myndu spila saman með Aftureldingu. Stöð 2 „Þetta er ótrúleg tilfinning. Maður bjóst einhvern veginn aldrei við þessu. Við bræðurnir saman í uppeldisfélaginu okkar,“ segir markvörðurinn Jökull Andrésson eftir mikinn gleðidag í Mosfellsbæ í gær, þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu til leiks fjóra leikmenn. Afturelding fékk til sín Íslandsmeistarann Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, og bræðurna Jökul og Axel Óskar sem nú sameinast á ný hjá uppeldisfélagi sínu, eftir að hafa farið þaðan ungir til Reading á Englandi. Þeir eru sammála um að þrátt fyrir önnur tilboð, meðal annars frá Bandaríkjunum, hafi í raun ekkert annað komið til greina en að spila saman með Aftureldingu: „Þetta er léttasta ákvörðun í heimi, þegar klúbburinn sem maður deyr fyrir er kominn upp í Bestu deildina. Jökull var hérna síðasta tímabil og ég mætti á hvern einasta leik og sá hverja einustu mínútu. Maður hefur gert það síðan maður fór út. Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari] er líka helvíti góður í að selja manni verkefnið, og það þurfti ekkert að selja manni þetta því þetta er ógeðslega flott verkefni. Við erum mjög spenntir,“ segir Axel. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Ala upp ungar dætur í heimabænum Bræðurnir segja auk þess henta vel að dvelja á Íslandi næsta árið, Jökull með þriggja mánaða dóttur og Axel með dóttur sem er aðeins ári eldri. „Maður er búinn að vera lengi úti, og tók svo eitt ár í KR, og það voru möguleikar úti, vestanhafs. En þetta var of spennandi til að sleppa því. Sérstaklega út af því að bróðir minn er hérna líka. Að bræðurnir komi aftur saman hérna, á fyrsta ári Aftureldingar í efstu deild, var of gott til að vera satt,“ segir Axel og Jökull tekur í sama streng, eftir að hafa varið mark Aftureldingar seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mig langaði rosalega til að vera hérna í heilt tímabil á Íslandi. Ég er líka kominn með dóttur hérna, búinn að vera tíu ár á Englandi og mikið einn, og mig langaði aðeins í þetta fjölskyldulíf og toppa það með því að fara í fjölskylduklúbbinn. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar maður fattaði að ég og brósi gátum spilað saman hérna. Við erum búnir að fá inn tvo aðra geggjaða leikmenn. Ég sagði það þegar við komumst upp að við værum ekkert að grínast hérna. Við ætlum ekkert bara að vera með – að sjálfsögðu viljum við vinna þessa deild og komast í Evrópusæti og slíkt. Þetta er sturlað og ég gæti ekki verið meira spenntur,“ segir Jökull, en eins og fyrr segir er Afturelding nú í fyrsta sinn með lið í efstu deild karla í fótbolta. „Erum ekkert að fara úr þessari deild“ „Núna erum við komnir og við erum ekkert að fara úr þessari deild. Ég held að við munum koma mjög mörgum á óvart á þessu tímabili með því sem við getum gert. Við erum með okkar plan, okkar fótbolta, og núna búnir að styrkja hópinn. Ég held að við komum gríðarlega sterkir inn í næsta tímabil,“ segir Jökull, sem er 23 ára gamall. „Það er mikið pepp í kringum klúbbinn. Að sjálfsögðu virðum við deildina eins og hún er – hrikalega sterk. Öll liðin í deildinni eru að styrkja sig og þetta er ekki létt vinna. En ég trúi að með komu okkar munum við standa okkur vel í þessari deild,“ bætir hinn 26 ára gamli Axel við og alveg augljóst hvor er eldri bróðirinn - varfærnari í tali. „Hann er stóri bróðir þannig að maður er létt að skíta í sig“ Jökull er markvörður og Axel miðvörður, og því ljóst að bræðurnir munu vinna náið saman næstu misserin. Þeir eru fyrst og fremst afar spenntir fyrir því en…: „Hann er stóri bróðir minn þannig að maður er létt að skíta í sig líka, og hlustar kannski aðeins of mikið á hvað hann segir. En við erum bestu vinir, höfum alltaf verið það, og ég held að þetta muni ganga ótrúlega vel, þó það geti oft verið smá kýtingur. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman,“ segir Jökull. „Ég held að það verði bara gaman að heyra hann öskra á bakvið mann, þó maður verði kannski ekki alltaf sammála. Maður verður bara að hlusta, hann er stjórnandinn fyrir aftan mann,“ bætir Axel við og Jökull er gíraður í það: „Ég er að fara að öskra á þá!“ Klippa: Bræðurnir Jökull og Axel sameinaðir Besta deild karla Afturelding Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Afturelding fékk til sín Íslandsmeistarann Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, og bræðurna Jökul og Axel Óskar sem nú sameinast á ný hjá uppeldisfélagi sínu, eftir að hafa farið þaðan ungir til Reading á Englandi. Þeir eru sammála um að þrátt fyrir önnur tilboð, meðal annars frá Bandaríkjunum, hafi í raun ekkert annað komið til greina en að spila saman með Aftureldingu: „Þetta er léttasta ákvörðun í heimi, þegar klúbburinn sem maður deyr fyrir er kominn upp í Bestu deildina. Jökull var hérna síðasta tímabil og ég mætti á hvern einasta leik og sá hverja einustu mínútu. Maður hefur gert það síðan maður fór út. Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari] er líka helvíti góður í að selja manni verkefnið, og það þurfti ekkert að selja manni þetta því þetta er ógeðslega flott verkefni. Við erum mjög spenntir,“ segir Axel. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Ala upp ungar dætur í heimabænum Bræðurnir segja auk þess henta vel að dvelja á Íslandi næsta árið, Jökull með þriggja mánaða dóttur og Axel með dóttur sem er aðeins ári eldri. „Maður er búinn að vera lengi úti, og tók svo eitt ár í KR, og það voru möguleikar úti, vestanhafs. En þetta var of spennandi til að sleppa því. Sérstaklega út af því að bróðir minn er hérna líka. Að bræðurnir komi aftur saman hérna, á fyrsta ári Aftureldingar í efstu deild, var of gott til að vera satt,“ segir Axel og Jökull tekur í sama streng, eftir að hafa varið mark Aftureldingar seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mig langaði rosalega til að vera hérna í heilt tímabil á Íslandi. Ég er líka kominn með dóttur hérna, búinn að vera tíu ár á Englandi og mikið einn, og mig langaði aðeins í þetta fjölskyldulíf og toppa það með því að fara í fjölskylduklúbbinn. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar maður fattaði að ég og brósi gátum spilað saman hérna. Við erum búnir að fá inn tvo aðra geggjaða leikmenn. Ég sagði það þegar við komumst upp að við værum ekkert að grínast hérna. Við ætlum ekkert bara að vera með – að sjálfsögðu viljum við vinna þessa deild og komast í Evrópusæti og slíkt. Þetta er sturlað og ég gæti ekki verið meira spenntur,“ segir Jökull, en eins og fyrr segir er Afturelding nú í fyrsta sinn með lið í efstu deild karla í fótbolta. „Erum ekkert að fara úr þessari deild“ „Núna erum við komnir og við erum ekkert að fara úr þessari deild. Ég held að við munum koma mjög mörgum á óvart á þessu tímabili með því sem við getum gert. Við erum með okkar plan, okkar fótbolta, og núna búnir að styrkja hópinn. Ég held að við komum gríðarlega sterkir inn í næsta tímabil,“ segir Jökull, sem er 23 ára gamall. „Það er mikið pepp í kringum klúbbinn. Að sjálfsögðu virðum við deildina eins og hún er – hrikalega sterk. Öll liðin í deildinni eru að styrkja sig og þetta er ekki létt vinna. En ég trúi að með komu okkar munum við standa okkur vel í þessari deild,“ bætir hinn 26 ára gamli Axel við og alveg augljóst hvor er eldri bróðirinn - varfærnari í tali. „Hann er stóri bróðir þannig að maður er létt að skíta í sig“ Jökull er markvörður og Axel miðvörður, og því ljóst að bræðurnir munu vinna náið saman næstu misserin. Þeir eru fyrst og fremst afar spenntir fyrir því en…: „Hann er stóri bróðir minn þannig að maður er létt að skíta í sig líka, og hlustar kannski aðeins of mikið á hvað hann segir. En við erum bestu vinir, höfum alltaf verið það, og ég held að þetta muni ganga ótrúlega vel, þó það geti oft verið smá kýtingur. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman,“ segir Jökull. „Ég held að það verði bara gaman að heyra hann öskra á bakvið mann, þó maður verði kannski ekki alltaf sammála. Maður verður bara að hlusta, hann er stjórnandinn fyrir aftan mann,“ bætir Axel við og Jökull er gíraður í það: „Ég er að fara að öskra á þá!“ Klippa: Bræðurnir Jökull og Axel sameinaðir
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn