Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 15:29 Bjarni Benediktsson er matvælaráðherra meðfram störfum forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að þrjár umsóknir hafi borist um leyfi til hrefnuveiða og ein umsókn til veiða á langreyðum. Leyfin séu gefin út í samræmi við ákvæði laga um hvalveiðar frá árinu 1949, að fengnum umsögnum Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar. Tryggir fyrirsjánleika „Leyfin eru veitt til fimm ára líkt og árin 2009, 2014 og 2019 og þannig er nokkur fyrirsjáanleiki í atvinnugreininni tryggður. Leyfin framlengjast árlega um eitt ár og heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fiskistofa og Matvælastofnun munu sem fyrr hafa eftirlit með veiðunum,“ segir í tilkynningu. Stjórnun á nýtingu lifandi auðlinda sjávar á Íslandi sé í föstum skorðum og leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu skuli fylgja veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem byggi á sjálfbærri nýtingu og varúðarnálgun. Ráðgjöfin sé byggð á úttektum Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) og mæli fyrir um að árlegar veiðar á langreyði á tímabilinu 2018 til 2025 nemi ekki meira en 161 dýrum á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 langreyðum á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. 217 hrefnur á ári Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hvalveiðar fyrir tímabilið 2018-2025 sé vísað til mats á stofnþróun frá 2017 þar sem fram kom að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987. Fjöldinn í síðustu talningu (2015) hafi verið sá mesti síðan talningar hófust. Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 hafi verið 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Austur Grænlands-Íslands stofnsvæðinu. Hafrannsóknastofnun ráðleggi jafnframt að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. Engar langreyðar hafi verið veiddar á árinu 2024, árið 2022 hafi 148 dýr verið veidd eftir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr árið 2023. „Með útgáfu leyfanna framfylgir matvælaráðherra lögum nr. 26. frá 1949 um hvalveiðar sem eru sett af Alþingi. Einungis eru leyfðar veiðar á langreyði og hrefnu við Ísland en aðrir hvalastofnar eru friðaðir.“ Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýsa yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. Með því sé lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins sé gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Akranes Hvalfjarðarsveit Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. 25. nóvember 2024 13:04 Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að þrjár umsóknir hafi borist um leyfi til hrefnuveiða og ein umsókn til veiða á langreyðum. Leyfin séu gefin út í samræmi við ákvæði laga um hvalveiðar frá árinu 1949, að fengnum umsögnum Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar. Tryggir fyrirsjánleika „Leyfin eru veitt til fimm ára líkt og árin 2009, 2014 og 2019 og þannig er nokkur fyrirsjáanleiki í atvinnugreininni tryggður. Leyfin framlengjast árlega um eitt ár og heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fiskistofa og Matvælastofnun munu sem fyrr hafa eftirlit með veiðunum,“ segir í tilkynningu. Stjórnun á nýtingu lifandi auðlinda sjávar á Íslandi sé í föstum skorðum og leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu skuli fylgja veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem byggi á sjálfbærri nýtingu og varúðarnálgun. Ráðgjöfin sé byggð á úttektum Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) og mæli fyrir um að árlegar veiðar á langreyði á tímabilinu 2018 til 2025 nemi ekki meira en 161 dýrum á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 langreyðum á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. 217 hrefnur á ári Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hvalveiðar fyrir tímabilið 2018-2025 sé vísað til mats á stofnþróun frá 2017 þar sem fram kom að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987. Fjöldinn í síðustu talningu (2015) hafi verið sá mesti síðan talningar hófust. Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 hafi verið 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Austur Grænlands-Íslands stofnsvæðinu. Hafrannsóknastofnun ráðleggi jafnframt að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. Engar langreyðar hafi verið veiddar á árinu 2024, árið 2022 hafi 148 dýr verið veidd eftir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr árið 2023. „Með útgáfu leyfanna framfylgir matvælaráðherra lögum nr. 26. frá 1949 um hvalveiðar sem eru sett af Alþingi. Einungis eru leyfðar veiðar á langreyði og hrefnu við Ísland en aðrir hvalastofnar eru friðaðir.“ Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýsa yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. Með því sé lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins sé gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Akranes Hvalfjarðarsveit Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. 25. nóvember 2024 13:04 Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. 25. nóvember 2024 13:04
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45
„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06