Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 11:02 Stjörnumenn köstuðu frá sér átta marka forskoti gegn HK en eru enn þremur stigum ofar en HK-ingar, í 7. sæti Olís-deildarinnar. vísir/Diego Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins. HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“ Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Sjá meira
HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“
Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Sjá meira