Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 07:42 Hinn átján ára gamli Cole Campbell er kominn upp í aðallið Borussia Dortmund en þar hafa margir frábærir leikmenn skapað sér nafn í fótboltanum. Getty/Hendrik Deckers/ Íslenski-bandaríski knattspyrnumaðurinn Cole Campbell hefur mikla trú á sér og sínum hæfileikum. Hann hefur sett stefnuna hátt í framtíðinni. Svo hátt að hann fyrir sér að halda á Ballon d'Or styttunni áður en ferlinum lýkur. Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica) Þýski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica)
Þýski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira