„Það er búið að slökkva og allir komnir út,“ segir Bjarni Ingimarsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
Hann segir tilkynningu hafa borist um 16.55. Það séu enn tveir bílar á vettvangi. Ekki hafi verið um alvarlegan bruna að ræða og búið hafi verið að slökkva þegar slökkvilið kom á vettvang.