Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2024 15:03 Könnun verðlagseftirlits ASÍ leiddi í ljós að Nettó hefði lækkað vörur sem seldar væru hjá samkeppnisaðila, en hækkað þær sem aðeins væru fáanlegar í Nettó. Vísir/KTD Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að verslanir Iceland skeri sig úr í hækkun verðlags milli ára. Frá nóvember á síðasta ári hafi verðlag hækkað um tíu prósent, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hafi verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum verslunum. Sérstaklega er tekið fram að verðlag sé vegið eftir mikilvægi vöruflokka. „Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um 2,2% í Krónunni,“ segir í tilkynningu frá verðlagseftirlitinu. Lækka verð á því sem samkeppnisaðilinn selur einnig Lækkun á verðlagi í Nettó er sögð breiða yfir „áhugaverða þróun“. Verð á vörum í Nettó hafi hækkað um 0,4 prósent að meðaltali undanfarið ár, þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka. Sú hækkun dreifist þó ekki jafnt. „Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.“ Sams konar mynstu hafi fundist í Krónunni nýverið, þar sem 1944-réttir sem einnig fáist í Bónus hafi reynst ódýrari en réttir sömu tegundar sem ekki fundust í Bónus. „Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.“ Vörur frá Nóa rjúka upp Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir hafi þannig verið verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hafi hækkað um 24 prósent í Bónus og um 22 prósent í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hafi hækkað um 19 prósent í Nettó og 22 prósent í Kjörbúðinni. „Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.“ Í sundurliðuninni hér að neðan megi sjá hvers vegna verð í Krónunni hafi hækkað minna en í Bónus milli ára. „Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.“ Kartöflur hækka en eggin lækka „Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Neytendur Matvöruverslun Verðlag ASÍ Efnahagsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að verslanir Iceland skeri sig úr í hækkun verðlags milli ára. Frá nóvember á síðasta ári hafi verðlag hækkað um tíu prósent, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hafi verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum verslunum. Sérstaklega er tekið fram að verðlag sé vegið eftir mikilvægi vöruflokka. „Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um 2,2% í Krónunni,“ segir í tilkynningu frá verðlagseftirlitinu. Lækka verð á því sem samkeppnisaðilinn selur einnig Lækkun á verðlagi í Nettó er sögð breiða yfir „áhugaverða þróun“. Verð á vörum í Nettó hafi hækkað um 0,4 prósent að meðaltali undanfarið ár, þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka. Sú hækkun dreifist þó ekki jafnt. „Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.“ Sams konar mynstu hafi fundist í Krónunni nýverið, þar sem 1944-réttir sem einnig fáist í Bónus hafi reynst ódýrari en réttir sömu tegundar sem ekki fundust í Bónus. „Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.“ Vörur frá Nóa rjúka upp Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir hafi þannig verið verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hafi hækkað um 24 prósent í Bónus og um 22 prósent í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hafi hækkað um 19 prósent í Nettó og 22 prósent í Kjörbúðinni. „Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.“ Í sundurliðuninni hér að neðan megi sjá hvers vegna verð í Krónunni hafi hækkað minna en í Bónus milli ára. „Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.“ Kartöflur hækka en eggin lækka „Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Neytendur Matvöruverslun Verðlag ASÍ Efnahagsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira