Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2024 15:03 Könnun verðlagseftirlits ASÍ leiddi í ljós að Nettó hefði lækkað vörur sem seldar væru hjá samkeppnisaðila, en hækkað þær sem aðeins væru fáanlegar í Nettó. Vísir/KTD Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að verslanir Iceland skeri sig úr í hækkun verðlags milli ára. Frá nóvember á síðasta ári hafi verðlag hækkað um tíu prósent, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hafi verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum verslunum. Sérstaklega er tekið fram að verðlag sé vegið eftir mikilvægi vöruflokka. „Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um 2,2% í Krónunni,“ segir í tilkynningu frá verðlagseftirlitinu. Lækka verð á því sem samkeppnisaðilinn selur einnig Lækkun á verðlagi í Nettó er sögð breiða yfir „áhugaverða þróun“. Verð á vörum í Nettó hafi hækkað um 0,4 prósent að meðaltali undanfarið ár, þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka. Sú hækkun dreifist þó ekki jafnt. „Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.“ Sams konar mynstu hafi fundist í Krónunni nýverið, þar sem 1944-réttir sem einnig fáist í Bónus hafi reynst ódýrari en réttir sömu tegundar sem ekki fundust í Bónus. „Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.“ Vörur frá Nóa rjúka upp Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir hafi þannig verið verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hafi hækkað um 24 prósent í Bónus og um 22 prósent í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hafi hækkað um 19 prósent í Nettó og 22 prósent í Kjörbúðinni. „Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.“ Í sundurliðuninni hér að neðan megi sjá hvers vegna verð í Krónunni hafi hækkað minna en í Bónus milli ára. „Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.“ Kartöflur hækka en eggin lækka „Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Neytendur Matvöruverslun Verðlag ASÍ Efnahagsmál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að verslanir Iceland skeri sig úr í hækkun verðlags milli ára. Frá nóvember á síðasta ári hafi verðlag hækkað um tíu prósent, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hafi verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum verslunum. Sérstaklega er tekið fram að verðlag sé vegið eftir mikilvægi vöruflokka. „Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um 2,2% í Krónunni,“ segir í tilkynningu frá verðlagseftirlitinu. Lækka verð á því sem samkeppnisaðilinn selur einnig Lækkun á verðlagi í Nettó er sögð breiða yfir „áhugaverða þróun“. Verð á vörum í Nettó hafi hækkað um 0,4 prósent að meðaltali undanfarið ár, þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka. Sú hækkun dreifist þó ekki jafnt. „Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.“ Sams konar mynstu hafi fundist í Krónunni nýverið, þar sem 1944-réttir sem einnig fáist í Bónus hafi reynst ódýrari en réttir sömu tegundar sem ekki fundust í Bónus. „Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.“ Vörur frá Nóa rjúka upp Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir hafi þannig verið verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hafi hækkað um 24 prósent í Bónus og um 22 prósent í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hafi hækkað um 19 prósent í Nettó og 22 prósent í Kjörbúðinni. „Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.“ Í sundurliðuninni hér að neðan megi sjá hvers vegna verð í Krónunni hafi hækkað minna en í Bónus milli ára. „Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.“ Kartöflur hækka en eggin lækka „Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Neytendur Matvöruverslun Verðlag ASÍ Efnahagsmál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira