Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 3. desember 2024 16:02 Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingiskosningar 2024 Atvinnurekendur Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun