Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 07:41 Starmer segir Bretland munu verða stöðugur og ábyrgur aðili á óvissutímum. AP/Stefan Rousseau Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira