„Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 12:32 Jóhanna Dröfn segir áhrifin hafa verið töluverð af verkfalli á leikskóla dóttur hennar. Samsett Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36