Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2024 12:50 Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun