„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2024 09:15 Sanna Magdalena Mörtudóttir á kjörstað í Vesturbæjarskóla í morgun. Vísir/Anton Brink Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum, greiddi atkvæði í Vesturbæjarskóla á slaginu níu í morgun, þar sem hún var fyrst til að kjósa. Í samtali við fréttastofu sagðist Sanna vongóð fyrir daginn. Hún sagðist ánægð með alla þá sem hafa komið að framboði Sósíalistaflokksins undanfarin misseri. „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk og ég er bjartsýn og ánægð með baráttuna,“ sagði Sanna. Sanna sagðist hafa fundið mikinn meðbyr undanfarna daga og vísaði hún sérstaklega til könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá því í gær, þar sem Sósíalistar mældust með 6,1 prósent fylgi. „Hvert einasta atkvæði skiptir máli og ég hef fundið fyrir miklum meðbyr,“ sagði Sanna. Þá sagði hún undanfarnar vikur hafa verið mjög skemmtilegar. Kosningavaka Sósíalistaflokksins er í Vorstjörnunni að Bolholti 6 og segir Sanna að þar hafi verið mikill gestagangur undanfarið. „Ég hlakka mjög mikið til að fagna með félögum.“ Sanna sagði að það hefði verið gott að geta farið yfir fleiri málaflokka í þessari stuttu kosningabaráttu. Nefndi hún að lítið hefði verið fjallað um geðheilbrigðismál, fíkn, femínisma og annað sem hefði þurft að ræða mun betur. Þá hvatti Sanna fólk til að nýta kosningarétt sinn. „Ef við viljum hafa öflugan vinstri flokk á þingi, þá er mjög mikilvægt að velja og treysta Sósíalistum. Við höfum einmitt sýnt fram á að við getum breytt hlutum. Það verður að breyta hlutum.“ Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk og ég er bjartsýn og ánægð með baráttuna,“ sagði Sanna. Sanna sagðist hafa fundið mikinn meðbyr undanfarna daga og vísaði hún sérstaklega til könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá því í gær, þar sem Sósíalistar mældust með 6,1 prósent fylgi. „Hvert einasta atkvæði skiptir máli og ég hef fundið fyrir miklum meðbyr,“ sagði Sanna. Þá sagði hún undanfarnar vikur hafa verið mjög skemmtilegar. Kosningavaka Sósíalistaflokksins er í Vorstjörnunni að Bolholti 6 og segir Sanna að þar hafi verið mikill gestagangur undanfarið. „Ég hlakka mjög mikið til að fagna með félögum.“ Sanna sagði að það hefði verið gott að geta farið yfir fleiri málaflokka í þessari stuttu kosningabaráttu. Nefndi hún að lítið hefði verið fjallað um geðheilbrigðismál, fíkn, femínisma og annað sem hefði þurft að ræða mun betur. Þá hvatti Sanna fólk til að nýta kosningarétt sinn. „Ef við viljum hafa öflugan vinstri flokk á þingi, þá er mjög mikilvægt að velja og treysta Sósíalistum. Við höfum einmitt sýnt fram á að við getum breytt hlutum. Það verður að breyta hlutum.“
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira