Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2024 08:01 Sænskir stuðningsmenn gætu margir hverjir viljað gæða sér á bjór á HM í fótbolta, komist Svíþjóð þangað. Getty/Stewart Kendall Sænska knattspyrnusambandið ætlar ekki að setja sig á móti því að HM 2034 fari fram í Sádi-Arabíu, þegar kosið verður þann 11. desember, þrátt fyrir gagnrýni á landið vegna mannréttindabrota. Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt. HM 2034 í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt.
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti