Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2024 08:01 Sænskir stuðningsmenn gætu margir hverjir viljað gæða sér á bjór á HM í fótbolta, komist Svíþjóð þangað. Getty/Stewart Kendall Sænska knattspyrnusambandið ætlar ekki að setja sig á móti því að HM 2034 fari fram í Sádi-Arabíu, þegar kosið verður þann 11. desember, þrátt fyrir gagnrýni á landið vegna mannréttindabrota. Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt. HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt.
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira