Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar 29. nóvember 2024 20:40 Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun