Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 20:00 Glódís Perla VIggósdóttir var á sínum stað í vörn Íslands sem fékk ekki á sig mark í kvöld. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við sterkt lið Kanada í kvöld í fyrri vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni. Kanada er í 6. sæti heimslista FIFA en Ísland í 13. sætinu. Það var þó íslenska liðið sem var nær sigri í leik liðanna í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk besta tækifærið til að skora í leiknum, þegar Lysianne Proulx markvörður Kanada sendi boltann óvart á hana, en Proulx bjargaði sér með því að verja skot Karólínu. Þetta var snemma í seinni hálfleik en Karólína var einnig nálægt því að koma Íslandi yfir á 20. mínútu leiksins, þegar þær Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu sig inn í teig Kanada en markvörðurinn Sabrina D'Angelo, sem lék fyrri hálfleikinn, náði að verjast á síðustu stundu. Ísland átti fleiri færi og Sveindís átti til að mynda skot utan teigs sem fór rétt yfir markið, þegar um korter var til leiksloka. Kanada komst ekki sérstaklega nálægt því að skora og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu, gerði það sem hún hefur verið svo vön að gera með Inter á Ítalíu í vetur, og hélt markinu hreinu. Ísland mætir næst Danmörku á mánudagskvöld, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir næsta ár þar sem meðal annars bíður Íslands Evrópumót í Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Kanada er í 6. sæti heimslista FIFA en Ísland í 13. sætinu. Það var þó íslenska liðið sem var nær sigri í leik liðanna í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk besta tækifærið til að skora í leiknum, þegar Lysianne Proulx markvörður Kanada sendi boltann óvart á hana, en Proulx bjargaði sér með því að verja skot Karólínu. Þetta var snemma í seinni hálfleik en Karólína var einnig nálægt því að koma Íslandi yfir á 20. mínútu leiksins, þegar þær Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu sig inn í teig Kanada en markvörðurinn Sabrina D'Angelo, sem lék fyrri hálfleikinn, náði að verjast á síðustu stundu. Ísland átti fleiri færi og Sveindís átti til að mynda skot utan teigs sem fór rétt yfir markið, þegar um korter var til leiksloka. Kanada komst ekki sérstaklega nálægt því að skora og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu, gerði það sem hún hefur verið svo vön að gera með Inter á Ítalíu í vetur, og hélt markinu hreinu. Ísland mætir næst Danmörku á mánudagskvöld, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir næsta ár þar sem meðal annars bíður Íslands Evrópumót í Sviss.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn