Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 15:22 Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun