Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar 29. nóvember 2024 15:02 Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar