Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 29. nóvember 2024 14:31 „Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun