Baldvin og D-vítamínið sem hann hefur verið að boða hefur þegar komið Degi B. Eggertssyni í bobba en í gær greindi Vísir frá því að Lúðvík Lúðvíksson nokkur hafi kært Dag til héraðssaksóknara fyrir ummæli sem hann lét falla á síðu Baldvins.
Baldvin heldur sig við D-vítamínið í nýlegri færslu en þar segir hann:
„Ekki gleyma því að það er mikið D vítamín í hákarli. Fékk sendingu að vestan. XD“
Svo mörg voru þau orð, ekki þarf bókmenntafræðing til að átta sig á því hvað felst í þessum skilaboðum. En er D-vítamín í hákarli? Baldvin virðist hafa teygt sig of langt því ekki segir Hlédís Sveinsdóttir. Hún skrifar athugasemd við þessi skilaboð Baldvins.
„Það er reyndar ekkert D-vítamín í kæstum hákarli en fyrstu 4 innihaldsefnin eru Línólsýra sem er C merkt. Verði þér að góðu,“ skrifar Hlédís og blikkar Baldvin. En C er bókstafur Viðreisnar. Hlédís lætur fylgja heimild fyrir þessu sem má finna hér.