Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun