Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 11:10 Fyrirsögn þessara greinar vísar til vinsælla sjónvarpsþátta sem þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna sjálfsagt eftir. Þar var í aðalhlutverki ráðherra sem tók oft útlitið fram yfir innihaldið. Sá sem þetta skrifar tilheyrir starfsstétt sjálfstæðra atvinnurekanda og stýrir fyrirtækinu Loftmyndir ehf. sem hefur undanfarin 35 ár tekið loftmyndir af Íslandi og unnið upp úr þeim landupplýsingagögn til nota fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna skilaði af sér fyrsta og eina landsþekjandi kortagrunninum sem gerður hefur verið af Íslendingum sjálfum. Allir geta skoðað þessi gögn á vefnum okkar www.map.is. Opinberir aðilar, orkufyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar nota síðan gögnin til sinna verkefna. Þessi vinna var unnin án þess að ríkissjóður eða opinberir sjóðir legðu í verkið eina krónu og þar er Ísland í öfundsverðri stöðu því víða annars staðar setja ríki háar fjárupphæðir í kortagerð. Í gegnum árin hafa ráðherrar yfir málaflokknum komið og farið og allir séð skynsemina í því að ríkissjóður setji ekki fjármagn í verkefni sem þegar er búið að vinna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar sá sem núna ber titilinn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók þá ákvörðun að ríkisvæða verkefnið og endurmynda allt Ísland þótt myndirnar væru þegar til og það í betri gæðum. Ráðherrann tilheyrir stjórnmálaflokki sem í orði stendur með einkaframtakinu en í þessu tilfelli gerði hann það svo sannarlega ekki á borði og gætti þess í aðdraganda málsins að láta ekki ná í sig. Eflaust hefur hann vitað innst inni að málið væri kannski eins og gott grín í sjónvarpi. Ráðherra, eins og starfsbróðir hans úr sjónvarpinu, datt þarna um lausn í leit að vandamáli sem ekki var til. Kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnisins er í besta falli óljós því ekki er það á fjárlögum. Í skýrslu Landmælinga Íslands frá árinu 2019 er áætlað að þessi óvissuferð komi til með að kosta 750 milljónir og eftir það 170 milljónir á ári í viðhaldskostnað (uppreiknaðar tölur) en gerðir þeir fyrirvarar að aðstæður á Íslandi séu erfiðar til loftmyndatöku og því skuli taka tölunum með fyrirvara. Það þarf djörfung og hugmyndaflug til að ýta í gang ófjármögnuðu verkefni til að safna gögnum sem þegar eru til. Til að koma verkinu af stað valdi ráðherra að fara þá leið að byrja á að vinna aðeins hluta þess. Það gerði hann augljóslega til að koma málinu í gang því þegar boltinn er einu sinni byrjaður að rúlla er erfitt að hætta við þannig að verkið kemur til að með að soga til sín fjármuni um ókomin ár. Klassískt eða hvað? Niðurstaðan varð snautleg 3% Nú er fyrsta flugár ráðherrans að baki og vonir stóðu til að ná að klára að mynda 40% landsins en niðurstaðan varð snautleg 3%. Loftmyndir ehf. tóku hins vegar myndir af hátt í 20% Íslands í sumar. Að það skyldi hafa náðst með einni flugvél á meðan ráðherra komst í 3% með tveimur flugvélum (og hafði til þess helmingi lengri tíma) ætti að hringja einhverjum bjöllum um framhaldið. Ekkert bólar á myndum ráðherra frá því í sumar en Loftmyndir ehf. hafa klárað að vinna allar sínar myndir og skilað til sinna viðskiptavina og gert þær aðgengilegar á www.map.is. Það tók Loftmyndir ehf. með útsjónarsemi og stöðugri yfirlegu níu ár að klára að mynda allt Ísland en ráðherrann ætlar að klára það á 3-5 árum og strax kominn í 3%. Hvergi er minnst á að loftmyndunum verði að halda við, sú sjónvarpssería kemur síðar. Það er auðvelt að eyða annarra manna peningum þegar afleiðingar slæmrar ákvarðanatöku eru engar. Þess væri óskandi að til væri stjórnmálaflokkur með skilning á þessu. Flokkur sem væri til í að standa með almennri skynsemi. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara að skila auðu heldur enn verra. Mitt fyrirtæki er aðeins eitt af mörgum sem þarf að standa í samkeppni við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við djúpa vasa ríkissjóðs. Það er ekki nóg að auglýsa í Mogganum á fjögurra ára fresti að vera stjórnmálaflokkur sem styðji við bakið á einkaframtakinu en þessa á milli er enginn áhugi á að hlusta og hagsmunir kerfisins teknir fram yfir almenna skynsemi. Hver er sparnaðurinn af því að sameina stofnanir ef áfram eru jafn margar starfsstöðvar, jafn margir starfsmenn og verkefnin þau sömu og jafnvel búið að bæta inn verkefnum sem einkafyrirtæki sinntu áður? Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessara greinar vísar til vinsælla sjónvarpsþátta sem þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna sjálfsagt eftir. Þar var í aðalhlutverki ráðherra sem tók oft útlitið fram yfir innihaldið. Sá sem þetta skrifar tilheyrir starfsstétt sjálfstæðra atvinnurekanda og stýrir fyrirtækinu Loftmyndir ehf. sem hefur undanfarin 35 ár tekið loftmyndir af Íslandi og unnið upp úr þeim landupplýsingagögn til nota fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna skilaði af sér fyrsta og eina landsþekjandi kortagrunninum sem gerður hefur verið af Íslendingum sjálfum. Allir geta skoðað þessi gögn á vefnum okkar www.map.is. Opinberir aðilar, orkufyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar nota síðan gögnin til sinna verkefna. Þessi vinna var unnin án þess að ríkissjóður eða opinberir sjóðir legðu í verkið eina krónu og þar er Ísland í öfundsverðri stöðu því víða annars staðar setja ríki háar fjárupphæðir í kortagerð. Í gegnum árin hafa ráðherrar yfir málaflokknum komið og farið og allir séð skynsemina í því að ríkissjóður setji ekki fjármagn í verkefni sem þegar er búið að vinna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar sá sem núna ber titilinn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók þá ákvörðun að ríkisvæða verkefnið og endurmynda allt Ísland þótt myndirnar væru þegar til og það í betri gæðum. Ráðherrann tilheyrir stjórnmálaflokki sem í orði stendur með einkaframtakinu en í þessu tilfelli gerði hann það svo sannarlega ekki á borði og gætti þess í aðdraganda málsins að láta ekki ná í sig. Eflaust hefur hann vitað innst inni að málið væri kannski eins og gott grín í sjónvarpi. Ráðherra, eins og starfsbróðir hans úr sjónvarpinu, datt þarna um lausn í leit að vandamáli sem ekki var til. Kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnisins er í besta falli óljós því ekki er það á fjárlögum. Í skýrslu Landmælinga Íslands frá árinu 2019 er áætlað að þessi óvissuferð komi til með að kosta 750 milljónir og eftir það 170 milljónir á ári í viðhaldskostnað (uppreiknaðar tölur) en gerðir þeir fyrirvarar að aðstæður á Íslandi séu erfiðar til loftmyndatöku og því skuli taka tölunum með fyrirvara. Það þarf djörfung og hugmyndaflug til að ýta í gang ófjármögnuðu verkefni til að safna gögnum sem þegar eru til. Til að koma verkinu af stað valdi ráðherra að fara þá leið að byrja á að vinna aðeins hluta þess. Það gerði hann augljóslega til að koma málinu í gang því þegar boltinn er einu sinni byrjaður að rúlla er erfitt að hætta við þannig að verkið kemur til að með að soga til sín fjármuni um ókomin ár. Klassískt eða hvað? Niðurstaðan varð snautleg 3% Nú er fyrsta flugár ráðherrans að baki og vonir stóðu til að ná að klára að mynda 40% landsins en niðurstaðan varð snautleg 3%. Loftmyndir ehf. tóku hins vegar myndir af hátt í 20% Íslands í sumar. Að það skyldi hafa náðst með einni flugvél á meðan ráðherra komst í 3% með tveimur flugvélum (og hafði til þess helmingi lengri tíma) ætti að hringja einhverjum bjöllum um framhaldið. Ekkert bólar á myndum ráðherra frá því í sumar en Loftmyndir ehf. hafa klárað að vinna allar sínar myndir og skilað til sinna viðskiptavina og gert þær aðgengilegar á www.map.is. Það tók Loftmyndir ehf. með útsjónarsemi og stöðugri yfirlegu níu ár að klára að mynda allt Ísland en ráðherrann ætlar að klára það á 3-5 árum og strax kominn í 3%. Hvergi er minnst á að loftmyndunum verði að halda við, sú sjónvarpssería kemur síðar. Það er auðvelt að eyða annarra manna peningum þegar afleiðingar slæmrar ákvarðanatöku eru engar. Þess væri óskandi að til væri stjórnmálaflokkur með skilning á þessu. Flokkur sem væri til í að standa með almennri skynsemi. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara að skila auðu heldur enn verra. Mitt fyrirtæki er aðeins eitt af mörgum sem þarf að standa í samkeppni við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við djúpa vasa ríkissjóðs. Það er ekki nóg að auglýsa í Mogganum á fjögurra ára fresti að vera stjórnmálaflokkur sem styðji við bakið á einkaframtakinu en þessa á milli er enginn áhugi á að hlusta og hagsmunir kerfisins teknir fram yfir almenna skynsemi. Hver er sparnaðurinn af því að sameina stofnanir ef áfram eru jafn margar starfsstöðvar, jafn margir starfsmenn og verkefnin þau sömu og jafnvel búið að bæta inn verkefnum sem einkafyrirtæki sinntu áður? Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar