Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:32 Sjálfstæðisflokkurinn er svo örvinglaður, rökþrota og laus við svo mikið sem snefil af lausnum við þeim risastóru áskorunum sem eru að knésetja almenning í landinu að helsta bitbein flokksins í kosningabaráttunni er að níða af þeim skóinn sem saman standa að meirihlutanum í Reykjavík. Áróður þessi er ekki grundvallaður á staðreyndum. Hann er samt sem áður ítrekaður og margfaldaður vegna þess að við vitum að þessi áróðursmaskína sefur aldrei og mun ekki þagna á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið frá völdum í borginni. Enda er það ekkert sem Sjálfstæðisflokknum finnst meira pirrandi en að vera haldið frá völdum í því stóra stjórnvaldi sem Reykjavík er. Ég get sagt það með sóma að ég er stolt af því að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum síðustu ár í samstarfi fjögurrra flokka sem kunna að vinna fallega saman. Sem berja ekki á hvorum öðrum og niðurlægja hvorn annan opinberlega eða svíkja loforð í fyrstu beygju. Við Píratar höfum á þessu ári setið í borgarstjórn í tíu ár og öll þessi tíu ár höfum við stjórnað borginni - í uppbyggilegu samstarfi fjögurra flokka sem kunna samstarf. Í vinsemd og virðingu. Í friðsæld. Það er það sem heitir að vera stjórntækur og það er ekki öllum gefið. Eitt mikilvægasta hagsmunamálið fyrir Ísland í dag er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum á Alþingi Íslendinga og við Píratar höfum einir frjálslyndra flokka útilokað með öllu samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Með nægum stuðningi getum við komist í þá stöðu að tryggja að þeir flokkar fái ekki að taka þátt í ríkisstjórn. Eina fjármálaóreiðan sem vert er að tala um er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í ríkissjóði. Á sama tíma og Reykjavík mun skila árinu í plús og næsta ári í enn stærri plús upp á tæpa 2 milljarða er búið að samþykkja fjárlög ríkissjóðs með halla upp á 70 milljarða beinharðra króna á næsta ári. Skuldahlutfall og skuldir á hvern íbúa hefur í Reykjavík verið með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár, en hinum sveitarfélögunum hefur einmitt verið að megninu til stjórnað af engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Umræðan um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur fyrir fjármálum ríkisins lengst af síðustu ár, sé svo langsamlega bestur til þess fallinn að halda utan um veskið sama hvar hann svo sem stígur fæti niður stenst enga skoðun. Húsnæðisstefnan sem hér hefur verið rekin af Sjálfstæðisflokknum er mannfjandsamleg stefna sem hagnast fjárfestum fyrst og fremst. Efnahagskerfið og verðbólgan sem hefur ýtt undir neyðina og takmarkað getu uppbyggingaraðila til að byggja á þeim lóðum sem eru tilbúnar í uppbyggingu er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vill flokkurinn ekki tala um þetta. Hvað er þá til ráða? Reykjavík og sjálfbær uppbyggingarstefna í umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti - sem reyndar er líka leiðandi uppbyggingarstefna á heimsvísu - er gerð að blóraböggli. Já ég er að tala um þéttingu byggðar. Og hún þjónar almannahag, ekki sérhagsmunum. Enda skorar hún ekki hátt hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna er borginni kennt um? Því það er einfalt og það firrar Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð. Ríkið er risastór gerandi á húsnæðismarkaði og skapar rammann á landsvísu og þessi stefna er gjaldþrota húsnæðisstefna á forsendum sérhagsmuna. En sei sei nei, tölum ekki um það. Tölum ekki um ofurvextina. Tölum ekki um fjármögnunina, um gjaldmiðlamálin, um fullkomlega óregluvæddan leigumarkað hins Villta Vesturs þar sem fátækasta fólkinu er fórnað á altari braskara. Einum er um að kenna meirihlutanum í Reykjavík - um vanda á landsvísu nota bene. Jafnvel þó Reykjavík hafi staðið fyrir metuppbyggingu árum saman þar til fjármagsnstraumurinn stoppaði. Jafnvel þó Reykjavík hafi axlað langsamlega mestu félagslegu ábyrgðina með tífalt fleiri félagslegum íbúðum en Garðabær á höfðatölu sem stjórnað hefur verið af Sjálfstæðisflokknum árum saman. Vangeta meirihlutans í Reykjavík við að fjölga lóðum skal vera málið, vina mín. Samt eru til fullt af lóðum sem er tilbúnar í uppbyggingu en fara ekki af stað. Út af fjármögnuninni! Þessi áróður stenst sumsé enga skoðun. Efnahagskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir mest á verðbólgunni? Þau sem eiga pening á banka sem fá himinháa innlánsvexti. Hver tapar? Almenningur í landinu, venjulegt fólk. Þau sem skulda mest og þau sem eiga lítið. Húsnæðiskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir á hástökki á húsnæðismarkaði? Þau sem eiga flestar eignirnar. Hver tapar? Þau sem komast ekki inn á markaðinn, geta ekki stækkað við sig með stækkandi fjölskyldu eða brotna saman undir svívirðilegri leigunni. Það er kominn tími til að skipuleggja samfélagið og kerfin okkar út frá almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Sem er auðvitað stærsti ótti sérhagsmunasinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd í Reykjavík síðustu ár og þolir það gjörsamlega ekki. Nú er kominn tími til að gefa spillingunni frí frá stjórnun landsins. Höfundur er borgarfulltrúi og 2. sæti á lista Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er svo örvinglaður, rökþrota og laus við svo mikið sem snefil af lausnum við þeim risastóru áskorunum sem eru að knésetja almenning í landinu að helsta bitbein flokksins í kosningabaráttunni er að níða af þeim skóinn sem saman standa að meirihlutanum í Reykjavík. Áróður þessi er ekki grundvallaður á staðreyndum. Hann er samt sem áður ítrekaður og margfaldaður vegna þess að við vitum að þessi áróðursmaskína sefur aldrei og mun ekki þagna á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið frá völdum í borginni. Enda er það ekkert sem Sjálfstæðisflokknum finnst meira pirrandi en að vera haldið frá völdum í því stóra stjórnvaldi sem Reykjavík er. Ég get sagt það með sóma að ég er stolt af því að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum síðustu ár í samstarfi fjögurrra flokka sem kunna að vinna fallega saman. Sem berja ekki á hvorum öðrum og niðurlægja hvorn annan opinberlega eða svíkja loforð í fyrstu beygju. Við Píratar höfum á þessu ári setið í borgarstjórn í tíu ár og öll þessi tíu ár höfum við stjórnað borginni - í uppbyggilegu samstarfi fjögurra flokka sem kunna samstarf. Í vinsemd og virðingu. Í friðsæld. Það er það sem heitir að vera stjórntækur og það er ekki öllum gefið. Eitt mikilvægasta hagsmunamálið fyrir Ísland í dag er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum á Alþingi Íslendinga og við Píratar höfum einir frjálslyndra flokka útilokað með öllu samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Með nægum stuðningi getum við komist í þá stöðu að tryggja að þeir flokkar fái ekki að taka þátt í ríkisstjórn. Eina fjármálaóreiðan sem vert er að tala um er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í ríkissjóði. Á sama tíma og Reykjavík mun skila árinu í plús og næsta ári í enn stærri plús upp á tæpa 2 milljarða er búið að samþykkja fjárlög ríkissjóðs með halla upp á 70 milljarða beinharðra króna á næsta ári. Skuldahlutfall og skuldir á hvern íbúa hefur í Reykjavík verið með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár, en hinum sveitarfélögunum hefur einmitt verið að megninu til stjórnað af engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Umræðan um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur fyrir fjármálum ríkisins lengst af síðustu ár, sé svo langsamlega bestur til þess fallinn að halda utan um veskið sama hvar hann svo sem stígur fæti niður stenst enga skoðun. Húsnæðisstefnan sem hér hefur verið rekin af Sjálfstæðisflokknum er mannfjandsamleg stefna sem hagnast fjárfestum fyrst og fremst. Efnahagskerfið og verðbólgan sem hefur ýtt undir neyðina og takmarkað getu uppbyggingaraðila til að byggja á þeim lóðum sem eru tilbúnar í uppbyggingu er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vill flokkurinn ekki tala um þetta. Hvað er þá til ráða? Reykjavík og sjálfbær uppbyggingarstefna í umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti - sem reyndar er líka leiðandi uppbyggingarstefna á heimsvísu - er gerð að blóraböggli. Já ég er að tala um þéttingu byggðar. Og hún þjónar almannahag, ekki sérhagsmunum. Enda skorar hún ekki hátt hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna er borginni kennt um? Því það er einfalt og það firrar Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð. Ríkið er risastór gerandi á húsnæðismarkaði og skapar rammann á landsvísu og þessi stefna er gjaldþrota húsnæðisstefna á forsendum sérhagsmuna. En sei sei nei, tölum ekki um það. Tölum ekki um ofurvextina. Tölum ekki um fjármögnunina, um gjaldmiðlamálin, um fullkomlega óregluvæddan leigumarkað hins Villta Vesturs þar sem fátækasta fólkinu er fórnað á altari braskara. Einum er um að kenna meirihlutanum í Reykjavík - um vanda á landsvísu nota bene. Jafnvel þó Reykjavík hafi staðið fyrir metuppbyggingu árum saman þar til fjármagsnstraumurinn stoppaði. Jafnvel þó Reykjavík hafi axlað langsamlega mestu félagslegu ábyrgðina með tífalt fleiri félagslegum íbúðum en Garðabær á höfðatölu sem stjórnað hefur verið af Sjálfstæðisflokknum árum saman. Vangeta meirihlutans í Reykjavík við að fjölga lóðum skal vera málið, vina mín. Samt eru til fullt af lóðum sem er tilbúnar í uppbyggingu en fara ekki af stað. Út af fjármögnuninni! Þessi áróður stenst sumsé enga skoðun. Efnahagskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir mest á verðbólgunni? Þau sem eiga pening á banka sem fá himinháa innlánsvexti. Hver tapar? Almenningur í landinu, venjulegt fólk. Þau sem skulda mest og þau sem eiga lítið. Húsnæðiskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir á hástökki á húsnæðismarkaði? Þau sem eiga flestar eignirnar. Hver tapar? Þau sem komast ekki inn á markaðinn, geta ekki stækkað við sig með stækkandi fjölskyldu eða brotna saman undir svívirðilegri leigunni. Það er kominn tími til að skipuleggja samfélagið og kerfin okkar út frá almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Sem er auðvitað stærsti ótti sérhagsmunasinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd í Reykjavík síðustu ár og þolir það gjörsamlega ekki. Nú er kominn tími til að gefa spillingunni frí frá stjórnun landsins. Höfundur er borgarfulltrúi og 2. sæti á lista Pírata í Reykjavík suður.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun